Útflutningskerfi
Útflutningskerfi Wisefish er hliðarkerfi í Microsoft Dynamics 365 Business Central bókhalds- og upplýsingakerfinu. Útflutningskerfi WiseFish gerir fyrirtækjum kleift að tolla fyrir útflutning beint úr Business Central.
Wisefish útflutningstengill (e. Wisefish Export connector) er viðbót við útflutningskerfi Wisefish sem gerir Wisefish notendum kleift að sækja og vinna WiseFish gögn í útflutningskerfinu. Útflutningstengill Wisefish bíður notendum aðgerðir á borð við að afrita gögn úr afhendingarsamkomulögum ásamt því að mynda veiðivottorð og fleiri gagnlegar aðgerðir til þess að einfalda skráningu fyrir útflutningsferli sjávarafurða.
Wisefish gefur út handbók fyrir öll þau sérkerfi sem fyrirtækið hefur þróað. Handbækurnar taka fyrir virkni kerfanna og er því ekki um kennslubók að ræða. Farið er í gegnum aðalvalmynd kerfisins þar sem útskýrt er hvaða upplýsingar þar eru geymdar og hvaða virkni er í boði hverju sinni.
Þessi handbók fyrir Útflutningskerfi Wisefish útgáfu BC24 eða nýrri.
Ítarlegri útskýringar varðandi tollskráningar er hægt að finna á heimasíðu tollstjóra.
Eftirfarandi hlekkir innihalda frekari upplýsingar um útflutningsskýrslur.