Breadcrumbs

Flutningsfyrirmæli

Hægt er að prenta/forskoða flutningsfyrirmæli sem PDF.

Forsendur fyrir flutningsfyrirmælin eru færðar sértaklega inn undir flipan ‘Flutningsfyrirmæli’

image-20240926-151402.png

Einnig er hægt að færa aukalega inn ef það á að skrá aðila undir Tilkynna (Notify) eða Fyrir hönd (On behalf of) á flutningsfyrirmælin. Það er annað hvort hægt að slá beint inn í reitina eða vista þá undir ‘Sendist-til' á viðskiptamanni.

image-20250718-151337.png


Lýsing á einstaka reitum:

Vörulýsing - Ef það á að sameina allar útflutningslínur í eina vörulínu, er hægt að færa hér inn lýsinguna á línunni. T.d. ef það eru 3 línur með sitthvoru vörunúmerinu fyrir þorsk, en notandi vill hafa eina línu með lýsingunni ‘Frosinn þorskur’, er það fært hér inn. Allar útflutningslínur eru þá lagðar saman í eina línu.


Prenta/Forskoðun

Smellt er á aðgerðina Flutningsfyrirmæli.

image-20250718-152019.png



💡 Hægt er að senda flutningsfyrirmælin sem xml til Samskipa með tölvupósti.

Þá þarf að byrja á því að færa inn netfang móttakanda í reitinn Póstfang rafrænna skjala í töflunni Flutningsfélög.

Þegar flutningsfyrirmælin eru svo tilbúin er smellt á aðgerðina Samskip rafræn skjöl.

Við það opnast tölvupóstdrög með flutningsfyrirmælunum á formi xml og pdf í viðhengi.

image-20250718-152638.png