Breadcrumbs

Tollskrá útflutnings

Aðgangur að tollskrá útflutnings sem er útgefin af tollstjóra.

Tollskrá er að finna undir heimasíðu tollstjóra. Heiti er ekki að finna í þessari skrá en tollkerfið afritar fyrra heiti viðkomandi tollfokks sem fyrir er í útfl. kerfinu. Smelltu hér til þess að sækja tollskrálykla.

Innlestur á tollskrá útflutnings

Útfl. tollskrá frá tollstjóra er aðgengileg á heimasíðu tollstjóra að hverju sinni. Sækja þarf textaskrá tollskrárlykla útflutnings.

Smelltu hér til þess að sækja textaskrá tollskrárlykla.

Til þess að lesa inn tollskrá er smellt á Tímabilsaðgerðir > Lesa inn tollskrá útflutnings.

image-20230320-110722.png

Þá opnast nýr gluggi. Smellt er á þrjá punktana hægra megin við reitinn Tollskrá og tollskráin valin.

image-20230320-110757.png


Þegar búið er að velja tollskrána þá er smellt á Í lagi.

image-20230320-110905.png


Tollskrá útflutnings

Til þess að skoða tollskrána er smellt á Útflutningur > Tollskrá útflutnings.

image-20230320-110939.png

Mikilvægt er að athuga að kótinn sé virkur. Þegar lesið er inn tollskrá aftur þá afvirkjast fyrri tollskrá útflutnings.

image-20230306-090329.png

Heiti tollflokkanna koma ekki inn þegar tollskráin er lesin inn í fyrsta skiptið við uppsetningu. Hægt er að lesa inn heitin með því að nota uppsetningarálfinn.